Enski boltinn

Fergie hefur ekki neina trú á Rooney í spurningakeppni

Rooney spjallar við Ferguson.
Rooney spjallar við Ferguson.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd, er mjög sigurviss fyrir pub quiz félagsins þar sem Wayne Rooney er í hinu liðinu. Stjórinn virðist ekki hafa áhyggjur af því að gáfur Rooney séu í sama gæðaflokki og knattspyrnuhæfileikarnir.

Lið Ferguson mun mæta liði Ryan Giggs og eru þrír í liði. Giggs valdi Jonny Evans og Rooney. Það hræðir stjórann ekki mikið.

"Það er ótrúlegt að hann hafi valið Rooney. Við viljum fá einhverja samkeppni," sagði stjórinn léttur en hann tók þó fram að hann hefði smá áhyggjur af Evans sem ku vera eilítið skarpari en Rooney.

"Við spiluðum gegn Giggsy, Gary Neville og Michael Carrick í fyrra. Þeir voru ömurlegir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×