Enski boltinn

Villas-Boas ætlar ekki að breyta um leikskipulag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Villas-Boas vonast til að geta brosað eftir kvöldið.
Villas-Boas vonast til að geta brosað eftir kvöldið. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, ætlar að halda tryggð við leikskipulagið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Spennan í E-riðli er mikil en aðeins eitt stig skilur að efstu þrjú liðin - Leverkusen (9 stig), Chelsea og Valencia (bæði 8 stig).

Chelsea verður að vinna leikinn eða þá ná markalausu jafntefli til að komast áfram í næstu umferð. Semsagt - ef Valencia skorar í kvöld dugar Chelsea ekkert annað en sigur.

Varnarleikur Chelsea hefur ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í haust en þrátt fyrir Villas-Boas að halda tryggð við sitt leikskipulag. „Við munum ekki breyta um leikskipulag. Við beitum ekki skyndisóknum eða háum sendingum fram á völlinn. Við viljum halda boltanum og spila honum skynsamlega.“

Branislav Ivanisovic verður líklega í vörn liðsins í kvöld í stað Jose Bosingwa sem missti af síðustu æfingum liðsins fyrir leikinn vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×