Enski boltinn

Leikmaður Notts County handtekinn fyrir kynferðislega árás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Hughes í leik með Notts County.
Lee Hughes í leik með Notts County. Nordic Photos / Getty Images
Lee Hughes, leikmaður enska C-deildarliðsins Notts County, hefur verið handtekinn fyrir kynferðislega árás á hóteli á laugardagskvöldið.

Leikmannahópur liðsins gisti á hótelinu aðfaranótt sunnudags fyrir leik Notts County gegn Sutton United í ensku bikarkeppninni á sunnudagskvöldið.

Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan 23.00 um kvöldið og var Hughes handtekinn. Honum var síðar sleppt gegn tryggingu og verður mál hans tekið fyrir í janúar næstkomandi, ef rannsókn málsins gefur tilefni til.

Notts County staðfesti að félagið vissi af atvikinu eins og það var orðað í yfirlýsingu en að félagið myndi ekki tjá sig frekar um málið.

Lee hughes er 35 ára gamall framherji og hefur á ferlinum spilað með West Brom, Coventry, Oldham, Blackpool og nú síðast Notts County.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×