Enski boltinn

Berbatov ekki með United gegn Basel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Nordic Photos / Getty Images
Dimitar Berbatov verður ekki með Manchester United þegar að liðið mætir Basel í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Hann er meiddur á ökkla.

Berbatov meiddist í leik United gegn Crystal Palace í síðustu viku og missti af þeim sökum af leik United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Javier Hernandez er einnig frá vegna ökklameiðsla og þá getur Michael Owen heldur ekki spilað vegna meiðsla. Það þýðir að Alex Ferguson, stjóri United, verður að stóla á þá Wayne Rooney og Danny Welbeck í leiknum mikilvæga á morgun.

United verður að fá minnst stig úr leiknum til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Welbeck er sjálfur nýstiginn upp úr meiðslum en Ferguson getur einnig notað þá Federico Macheda og Mame Biram Diuof í sóknarlínu liðsins.

Miðjumaðurinn Michael Carrick mun taka út leikbann í leiknum og þá eru þeir Fabio, Rafael og Tom Cleverly allir meiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×