Enski boltinn

Villas-Boas: Ég er ekki galdramaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, kennir andrúmsloftinu á Stamford Bridge um hversu liði hans gengur illa á heimavelli þessa dagana. Chelsea tapaði í gær á móti Liverpool á Brúnni í annað skiptið á aðeins níu dögum.

„Við verðum að fá fólkið okkar með okkur," sagði Andre Villas-Boas á blaðamannafundi eftir leikinn en Liverpool vann þann sannfærandi 2-0 sigur.

„Maður finnur kvíðann og óróleikann í loftinu á Stamford Bridge. Við verðum að fá fullan stuðning frá okkar stuðningsmönnum og eina leiðin til þess er að þeir standi með okkur. Okkur gengur miklu betur á útivelli," sagði Villas-Boas.

„Við vorum ekki góðir í þessum leik sem er synd því við áttum möguleika á því að tryggja okkur áfram á heimavelli. Liverpool-liðið var bara miklu betra," sagði Villas-Boas.

„Við verðum að gera miklu betur en þetta. Við þurfum meiri hraða í okkar leik og spila af fullri ástríðu í næsta leik. Ég er ekki galdramaður en við verðum að fá sem mest út úr okkar leikjum í desember. Við vitum ekki hvað gerist í mars og apríl en við getum komið okkur inn í baráttuna á ný í næsta mánuði," sagði Villas-Boas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×