Enski boltinn

Mancini vill fá meira frá Nasri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett pressu á Frakkann Samir Nasri og vill sjá leikmanninn standa sig betur með liðinu en hann hefur gert undanfarið.

Samir Nasri átti ekki góðan dag í 1-0 sigri á hans gömlu félögum í Arsenal í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Nasri endaði síðan slakan dag á því að lenda í deilum við Emmanuel Frimpong eftir leikinn.

Það fór greinilega ekki vel í Nasri að stuðningsmenn Arsenal voru duglegir að baula á hann og það mátti sjá að þessi 24 ára Frakki var stressaður í leiknum.

„Hann getur spilað mun betur enda er hann toppleikmaður. Þetta var fyrsta sinn sem hann kemur aftur á heimavöll Arsenal og það er ekki auðvelt fyrir leikmann sem var hér í fjögur til fimm ár," sagði Roberto Mancini

„Ég tel að hann geti bætti sig mikið en svona var þetta líka hjá

Edin (Dzeko) og David (Silva) þegar þeir komu í fyrra. Það er samt mikilvægt fyrir okkur að hann spili betur en hann hefur gert hingað til," sagði Mancini.

Samir Nasri hefur aðeins skorað 2 mörk í 16 leikjum með Manchester City á tímabilinu. Hann átti 4 stoðsendingar í fyrstu tveimur deildarleikjunum en hefur síðan aðeins lagt upp 2 mörk í 14 síðustu leikjum og þær komu báðar í stórsigri á botnliði Blackburn Rovers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×