Enski boltinn

Torres gegn Liverpool á árinu 2011: 3 leikir, 3 töp, 0 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það eru liðnir tíu mánuðir síðan að Liverpool seldi Fernando Torres til Chelsea fyrir fimmtíu milljónir punda. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum síðan þá og niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama; Liverpool-sigur.

Fernando Torres hefur nú spilað 162 mínútur á móti Liverpool án þess að ná að skora en hann fékk allar 90 mínúturnar í leiknum í gærkvöldi þar sem Liverpool vann sannfærandi 2-0 sigur.

Fernando Torres var nálægt því að skora í fyrsta leiknum en hann kom varla við boltann í leiknum í gær og var aldrei líklegur til að skora hjá sínum gömlu félögum. Stuðningsmenn Liverpool fengu því nánast aldrei tækifæri til að baula á hann þessar 90 mínútur sem hann spilaði.

„Þetta hlýtur að koma hjá honum með tímanum og meira sjálfstrausti. Við höfum trú á honum og ætlum að hjálpa honum áfram að komast í gang. Það er okkar starf að ná því besta út úr okkar leikmönnum og ef það tekst ekki þá hefur okkur mistekist. Fernando hefur sýnt okkur hvað hann getur og hann mun geta það aftur," sagði André Villas-Boas, stjóri Chelsea um Spánverjann eftir leikinn í gær.

Leikir Fernando Torres gegn Liverpool á árinu 2011:
Mynd/Nordic Photos/Getty
Deildarleikur 6. febrúar

Chelsea-Liverpool 0-1

Skipt útaf á 66. mínútu

Deildarleikur 20. nóvember

Chelsea-Liverpool 1-2

Varamaður á 84.mínútu

Deildabikarleikur 29. nóvember

Chelsea-Liverpool 0-2

Spilaði allar 90 mínúturnar

Samantekt:

3 leikir

3 töp

162 mínútur

0 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×