Enski boltinn

Crystal Palace sló United úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Palace fagna í kvöld.
Leikmenn Palace fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Heldur óvænt tíðindi urðu í lokaleik fjórðungsúrslita ensku deildabikarkeppninnar í kvödl en þá tapaði stórlið Manchester United fyrir B-deildarliðinu Crystal Palace, 2-1, á Old Trafford.

Framlengja þurfti leikinn þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Darren Ambrose kom Palace yfir með þrumufleyg á 65. mínútu en Federico Macheda jafnaði metin úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar.

Glenn Murray skoraði svo sigurmarkið á áttundu mínútu framlengarinnar með skalla af stuttu færi. Palace komst þar með áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Manchester City, Liverpool og Cardiff City.

Eins og við mátti búast var lið Manchester United mikið breytt og fengu margir leikmenn sem sjaldan fá að spila tækifæri í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×