Enski boltinn

Liverpool og City mætast í undanúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Liverpool og Manchester City.
Úr leik Liverpool og Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Dregið var í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar í kvöld og ljóst að í úrslitaleiknum mætast annars vegar lið úr ensku úrvalsdeildinni og hins vegar lið úr B-deildinni.

Liverpool drógst gegn Manchester City en liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City mæta Crystal Palace sem sló Manchester United óvænt úr leik í kvöld. Bæði lið leika í ensku B-deildinni.

Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram í janúar. Úrslitaleikurinn fer svo fram á Wembley-leikvanginum þann 26. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×