Innlent

Þögn í mínútu til minningar um fórnarlömb umferðarslysa

Starfshópur innanríkisráðuneytisins um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum hvetja landsmenn til að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan ellefu til minningar um fórnarlömb umferðarslysa.

Minningarathöfn verður við bráðamóttöku Landspítalans í dag þar sem forsetinn mun minnast fórnarlamba og heiðra þær starfstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa en á hverju ári látast meira en 1,2 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×