Innlent

Sýrlenskir uppreisnarmenn köstuðu handsprengjum

Frá Sýrlandi.
Frá Sýrlandi.
Uppreisnarmenn á Sýrlandi vörpuðu í gærkvöldi tveimur handsprengjum á byggingu sem tilheyrir Baath ríkisstjórnarflokknum í höfuðborginni Damaskus í gærkvöldi, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Reyk lagði frá byggingunni en engar skemmdir voru sýnilega utan á henni í morgun. Um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar í höfuðborginni Damaskus síðan uppreisnin í landinu hófst í mars síðastliðnum, en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur reynt að stöðva alla uppreisnartilburði í fæðingu, sigað lögreglunni á mótmælendur og handsamað þá sem skilgreindir eru sem óvinir ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×