Innlent

Yfir 200 ungmenni vilja fermast borgaralega - gríðarleg aukning

Frá borgaralegri fermingu árið 2005.
Frá borgaralegri fermingu árið 2005.
Í fyrsta skipti í starfi Siðmenntar hefur fjöldi ungmenna sem skráð hafa sig í borgaralega fermingu farið yfir 200.  Mikil aukning hefur verið á þátttöku ungmenna í fermingarfræðslu Siðmenntar undanfarin ár. 

Árin 2003-2005 voru þátttakendur um 90, árin 2006-2009 um 115 árið 2010 voru það 162 ungmenni sem völdu þennan kost. Það var stórt stökk og sem endurtók sig síðasta vor þegar 195 ungmenni fermdust á vegum félagsins. 

Fyrir borgaralega fermingu 2012 hafa nú  yfir 200 ungmenni skráð sig. Aukningin á fimm árum er því 85% en þess ber að geta að skráningu lýkur ekki fyrr en 30. nóvember svo búast má við að fleiri bætist í hópinn. 

Þetta samsvarar því að 5% af ungmennum á fermingaraldri velji fermingarfræðslu og athöfn Siðmenntar.

Samtímis þessum mikla áhuga hefur athöfnunum fjölgað en þær fara fram á fleiri stöðum á landinu. 

Það er ekki lengra síðan en árið 2005 að aðeins ein athöfn fór fram í Háskólabíói með 93 þátttakendum.

Árið 2012 verða í boði sex athafnir á fjórum stöðum. Tvær í Reykjavík, ein á Akureyri en þar verða um 25 ungmenni fermd, ein á Selfossi þar sem 6 fermast og síðan tvær athafnir í Salnum í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×