Ekki Ginola að kenna heldur landamæraeftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2011 23:30 Kostadinov og félagar höfnuðu í 4. sæti í lokakeppninni í Bandaríkjunum. Nordic Photos / Getty Images Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov. Fótbolti Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov.
Fótbolti Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira