Ekki Ginola að kenna heldur landamæraeftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2011 23:30 Kostadinov og félagar höfnuðu í 4. sæti í lokakeppninni í Bandaríkjunum. Nordic Photos / Getty Images Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov. Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Sjá meira
Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov.
Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Sjá meira