Innlent

Ólöf Nordal endurkjörin varaformaður

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal.
„Ég þakka innilega fyrir þennan mikla stuðning sem ég fengið og er hrærð yfir honum,“ segir Ólöf Nordal sem var endurkjörin sem varaformaður flokksins. Hún sigraði séra Halldór Gunnarsson í Holti, sem bauð sig óvænt fram gegn henni á fundinum.

1221 greiddu atkvæði. Ólöf fékk 941 atkvæði eða 80% af gildum atkvæðum, Halldór  fékk 101 atkvæði eða 9% og Hanna Birna Kristjánsdóttir 83 eða 7%.

Ólöf þakkaði fyrir stuðninginn og nýtti tækifærið til þess að óska Bjarna til hamingju með endurkjörið.

Landsfundinum er nú lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×