Innlent

Strokupiltarnir frá Geldingalæk fundust í gærkvöldi

Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli fundu í gærkvöld tvo unglingspilta, sem struku í gær frá unglingaheimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum.

Þeir voru ekki komnir langt, og voru illa búnir og kaldir þegar þeir fundust.

Þá er unglingspiltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðiu lýsti eftir í gær, kominn fram.Hans hafði verið saknað í tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×