Innlent

Lögreglan fór tvisvar inn í fíkniefnabæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn í íbúð í austurborginni í gærkvöldi þar sem vitað er að fíkniefni eru höfð um hönd. Lítilræði af ýmsum efnum fannst þar við leit og var skýrsla tekin af húsráðendum og gestum.

Lögregla fór þangað aftur undir morgun vegna tilkynninga um mikla umferð þar út og inn, en ekki þótti tilefni til frekari aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×