Innlent

Hnífamaður handtekinn í Grímsnesi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn gistir fangageymslur.
Maðurinn gistir fangageymslur.
Ungur karlmaður var handtekinn í sumarbústað, skammt frá Borg í Grímsnesi, um klukkan sjö í morgun eftir að hann hafði verið að sveifla hnífi fyrir framan félaga sína. Hann var staddur í bústaðnum ásamt fleira fólki sem hafði verið þar í gleðskap frá því í gærkvöldi. Maðurinn gisti nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og verður yfirheyrður þegar hann vaknar í dag. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum einhverra efna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×