Innlent

Buster fann hassmola í heimahúsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnahundurinn Buster er af gerðinni English Springer Spaniel, eins og hundurinn á myndinni.
Fíkniefnahundurinn Buster er af gerðinni English Springer Spaniel, eins og hundurinn á myndinni. mynd/ getty.
Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af ökumanni bifreiðar í liðinni viku vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í framhaldi var gerð leit á heimili ökumannsins. Fíkniefnahundurin Buster, sem er af gerðinni English Springer Spaniel, tók þátt í leitinni. Hann gaf vísbendingu um að á tilteknum stað væru fíkniefni. Buster reyndist fundvís því lögreglumenn drógu fram nokkra hassmola sem vógu um 40 grömm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×