Innlent

Skotárás í Bryggjuhverfi: Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Mynd/Egill
Karlmaður á þrítugsaldri, sem gaf sig fram við lögreglu í gær vegna rannsóknar á skotárásinni, sem gerð var með haglabyssu á bíl á ferð við austanverðan Elliðaárvog, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun fram til 2. desember.

Áður var búið að handtaka og úrskurða félaga hans í gæsluvarðhald fram til 25. nóvember og þriðja mannsins er enn leitað. Talið er víst að hann hafi líka átt hlut að máli, en mennirnir, sem allir eru íslenskir, skutu tvisvar á bílinn og brotnaði meðal annars rúða í honum, en ökumann sakaði ekki.

Fíkniefnabrotadeild lögreglunnar hefur nú fengið málið til rannsóknar, þar sem talið er að upptök málsins megi rekja til einhverskonar uppgjörs í fíkniefnaheiminum. Síðan verður sjálf skotárásin rannsökuð nánar á viðeigandi vettvangi, enda telur lögregla atvikið graf alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×