Innlent

Stálu sjö hundruð lítrum af díselolíu

Sjö hundruð lítrum af litaðri dísilolíu var stolið af verktakafyrirtæki við Sólheimaheiði um helgina. Lögreglan hefur litlar sem engar vísbendingar en óskar eftir vitnum.

Olíunni var stolið úr tanki verktakafyrirtækisins sem hleður grjótgarðinn við Vík í Mýrdal en þeir sækja grjótið úr námu upp á Sólheimaheiði. Þar er tankur með olíu en um helgina áttuðu starfsmenn fyrirtækisins sig á því að hann væri nú tómur.

Talið er þjófarnir hafi stolið um það bil sjö hundruð lítum af olíu. Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar málið en hefur litlar sem engar vísbendingar í málinu. Hún óskar eftir ábendingum um grunsamlegar ferðir á svæðinu, sérstaklega ef einhver vitni hafa tekið eftir óprúttnum aðilum með tanka eða tunnur í eftirdragi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×