Innlent

Skrekkur: Átta skólar í úrslitum í kvöld

Hér sést atriði frá Austurbæjarskóla á fyrri stigum Skrekks.
Hér sést atriði frá Austurbæjarskóla á fyrri stigum Skrekks.
Unglingamenningin hefur blómstrað á hæfileikakeppninni Skrekk sem staðið hefur undanfarnar tvær vikur. Úrslitin ráðast í kvöld í Borgarleikhúsinu að því er fram kemur í tilkynningu en þá keppa átta skólar til sigurs.

„Um tólf hundruð unglingar taka þátt í þeim sýningaratriðum sem keppa til úrslita og ríkir mikil spenna í þeirra hópi," segir einnig en úrslitin hefjast klukkan sjö í kvöld.

Skólarnir sem keppa til úrslita í kvöld eru:

Árbæjarskóli

Háteigsskóli

Hólabrekkuskóli

Langholtsskóli

Laugalækjarskóli

Norðlingaskóli

Réttarholtsskóli

Víkurskóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×