Innlent

Barnaheill veita Herdísi viðurkenningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herdís Storgaard fékk í morgun viðurkenningu Barnaheilla, sem veitt er árlega í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi samtakanna. Herdís hefur um árabil unnið að bættum slysavörnum, ekki síst í þágu barna.

Samtökin Barnaheill benda á að á síðastliðnum tuttugu árum hafi slysum á börnum fækkað um helming, dauðaslysum á börnum hefur fækkað um 65% á tímabilinu, sem fyrst og fremst má þakka fækkun drukknuna hér á landi, og hugsunarháttur er gjörbreyttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×