Íbúfenskortur á Íslandi og meira lyfjaúrval í Færeyjum og Grænlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 18:45 Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira