Geðlæknir: Axel hefur ekkert í fangelsi að gera 21. nóvember 2011 18:37 Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans segir að maðurinn sem varð sambýliskonu sinni að bana í maí síðastliðnum sé auglóslega mjög veikur einstaklingur sem ekki eigi heima í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að maðurinn sé ósakhæfur. Maðurinn, Axel Jóhannsson, veittist að sambýliskonu sinni í Heiðmörk tólfta maí síðastliðinn og þrengdi að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Með í för var barnungur sonur þeirra. Í kjölfar atburðarins hélt maðurinn á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hann tilkynnti starfsfólki að hann væri með lík í farangsgeymslu bifreiðar sinnar. Starfsfólk spítalans fann konuna þar látna. Maðurinn var sýknaður í morgun af refsikröfu fyrir manndráp en er gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. „Eins og því er lýst í dómnum í dag er þetta augljóslega mjög veikur maður sem gerir sér ekki grein fyrir því hvað hann var að gera þegar hann fremur verkið. Og hann hefur ekkert í fangelsi að gera," segir Tómas Zoëga, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Geðlæknir sem skoðaði manninn segir að hann hafi lengi verið með geðrofseinkenni sem eru þess meðal annars valdandi að hann heyri skipandi raddir, en maðurinn segir að raddirnar hafi skipað honum að kyrkja sambýliskonu sína. Maðurinn var einnig ákærður fyrir líkamsárás en hann réðist á starfskonu í leikskóla í apríl síðastliðnum og sló hana þungu höggi aftan á höfuð. Hann leitaði sér geðrænnar aðstoðar í kjölfarið. Jafnframt var maðurinn dæmdur til að greiða syni sínum og þeirrar látnu sex komma 6,2 milljónir króna og foreldrum konunnar 3,5 milljónir króna í bætur. Dómarinn í málinu sagði i úrskurði sínum að ljóst þyki að verknaður mannsins hafi valdið foreldrum hinnar látnu miklu andlegu áfalli og muni að öllum líkindum valda þeim langvarandi andlegri áþján. Þá þyki ljóst að sonur mannsins muni þurfa að takast á við og lifa með þeirri erfiðu og sársaukafullu staðreynd að faðir hans hafi orðið móður hans að bana. Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans segir að maðurinn sem varð sambýliskonu sinni að bana í maí síðastliðnum sé auglóslega mjög veikur einstaklingur sem ekki eigi heima í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að maðurinn sé ósakhæfur. Maðurinn, Axel Jóhannsson, veittist að sambýliskonu sinni í Heiðmörk tólfta maí síðastliðinn og þrengdi að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést. Með í för var barnungur sonur þeirra. Í kjölfar atburðarins hélt maðurinn á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hann tilkynnti starfsfólki að hann væri með lík í farangsgeymslu bifreiðar sinnar. Starfsfólk spítalans fann konuna þar látna. Maðurinn var sýknaður í morgun af refsikröfu fyrir manndráp en er gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. „Eins og því er lýst í dómnum í dag er þetta augljóslega mjög veikur maður sem gerir sér ekki grein fyrir því hvað hann var að gera þegar hann fremur verkið. Og hann hefur ekkert í fangelsi að gera," segir Tómas Zoëga, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Geðlæknir sem skoðaði manninn segir að hann hafi lengi verið með geðrofseinkenni sem eru þess meðal annars valdandi að hann heyri skipandi raddir, en maðurinn segir að raddirnar hafi skipað honum að kyrkja sambýliskonu sína. Maðurinn var einnig ákærður fyrir líkamsárás en hann réðist á starfskonu í leikskóla í apríl síðastliðnum og sló hana þungu höggi aftan á höfuð. Hann leitaði sér geðrænnar aðstoðar í kjölfarið. Jafnframt var maðurinn dæmdur til að greiða syni sínum og þeirrar látnu sex komma 6,2 milljónir króna og foreldrum konunnar 3,5 milljónir króna í bætur. Dómarinn í málinu sagði i úrskurði sínum að ljóst þyki að verknaður mannsins hafi valdið foreldrum hinnar látnu miklu andlegu áfalli og muni að öllum líkindum valda þeim langvarandi andlegri áþján. Þá þyki ljóst að sonur mannsins muni þurfa að takast á við og lifa með þeirri erfiðu og sársaukafullu staðreynd að faðir hans hafi orðið móður hans að bana.
Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira