Innlent

Kókaín, spítt og gras falin vandlega í húsi í Hafnarfirði

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í Hafnarfirði undanfarna daga en lögreglan hefur stöðvað tvær kannabisræktanir í bænum. Lagt var hald á samtals rúmlega 40 kannabisplöntur, auk græðlinga.

Þá fundust fíkniefni í húsi í Hafnarfirði en um var að ræða ýmsar tegundir, m.a. kókaín, amfetamín og marijúana en efnin voru falin á ýmsum stöðum þar innandyra.

Fimm, þrír karlar og tvær konur, voru yfirheyrðir í tengslum við umrædd fíkniefnamál en hinir sömu eru allir á þrítugsaldri.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×