Innlent

Háteigsskóli sigraði Skrekk í fyrsta skiptið frá upphafi

Hér sést atriði frá Austurbæjarskóla á fyrri stigum Skrekks.
Hér sést atriði frá Austurbæjarskóla á fyrri stigum Skrekks.
Háteigsskóli sigraði Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem lauk í kvöld í Borgarleikhúsinu í Reykjavík.

Alls kepptu átta skóla á úrslitakvöldinu í kvöld en þeir eru Árbæjarskóli, Háteigsskóli, Hólabrekkuskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskólli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Víkurskóli. Um tólf hundruð unglingar tóku þátt í atriðum kvöldsins.

Í öðru sæti varð Langholtsskóli og í því þriðja Réttarholtsskóli.

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild gátu sent eitt atriði á Skrekk. Fyrirkomulag keppninnar var þannig að skólarnir kepptu á fjórum undanúrslita-kvöldum þar sem tveir skólar komust áfram í útslit. Í kvöld var svo úrslitakvöldið.



Sigurvegar Skrekks frá upphafi:

1990 Breiðholtsskóli

1991 Árbæjarskóli

1992 Breiðholtsskóli

1993 Hagaskóli

1994 Vogaskóli

1995 Hagaskóli

1996 Hvassaleitisskóli

1997 Hagaskóli

1998 Hvassaleitisskóli

1999 Hagaskóli

2000 Hlíðaskóli

2001 Hagaskóli

2002 Hagaskóli

2003 Laugalækjaskóli

2004 Laugalækjaskóli

2005 Austurbæjarskóli

2006 Langholtsskóli

2007 Hlíðaskóli

2008 Austurbæjarskóli

2009 Laugalækjaskóli

2010 Seljaskóli

2011 Háteigsskóli



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×