Innlent

Vélstjórar á Herjólfi aflýsa vinnustöðvun

Samkomulag hefur náðst kjaradeilunni á milli Eimskips, rekstraraðila Herjólfs og vélstjóra ferjunnar. Fyrirhugaðri vinnustöðvun sem hefjast átti um næstu helgi er því aflýst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Ferðir Herjólfs verða því með eðlilegum hætti um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×