Enski boltinn

Enn óvíst hvenær Gerrard spilar aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í leik með Liverpool.
Steven Gerrard í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard verður ekki með Liverpool gegn Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enn er óvíst hvenær hann geti spilað á nýjan leik.

Gerrard hefur verið mikið frá vegna meiðsla í haust en hann gekkst undir aðgerð á nára fyrr á árinu. Hann byrjaði svo að spila á ný í september en fékk svo sýkingu í ökkla í síðasta mánuði.

Gerrard hefur verið í byrjunarliði Liverpool í tveimur leikjum á tímabilinu og komið inn á sem varamaður í þremur leikjum.

„Eins og ég hef áður sagt erum við hæstánægðir með hvernig honum hefur gengið í endurhæfingunni en við viljum ekki setja nákvæma dagsetningu á hvenær hann kemur til baka,“ sagði Dalglish á blaðamannafundi í dag.

„Jack Robinson er einnig meiddur en annars eru allir okkar leikmenn klárir í slaginn fyrir þennan leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×