Fótbolti

Eitt lélegasta knattspyrnulið heimsins vann sinn fyrsta landsleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landslið Bandarísku Samóa-eyjanna vann á dögunum frækinn sigur á liði Tonga í undankeppni HM 2014, 2-1. Var þetta fyrsti sigur liðsins í opinberum landsleik frá upphafi.

Samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en óhætt er að segja að leikmenn Bandarísku Samóa-eyjanna hafi fagnað vel og innilega í leikslok.

„Liðið hefur aldrei unnið leik og meira að segja aldrei skorað mark undir minni stjórn,“ sagði þjálfarinn Thomas Rongen eftir leikinn.

Bandarísku Samóa-eyjanna fengu inngöngu í FIFA árið 1994 og töpuðu fyrstu 30 opinberu landsleikjum sínum samtals með markatölunni 12-229. Þar á meðal var frægt tap gegn Ástralíu, 31-0.

„Þessi úrslit verða hluti af knattspyrnusögunni, alveg eins og 31-0 tapið fyrir Ástralíu. Ég er mjög stoltur af leikmönnunum. Við eigum enn tvo leiki eftir og kannski tekst okkur að gera eitthvað sérstakt í þeim.“

„Ég er í skýjunum,“ sagði Ramin Ott, annar markaskorari sinna manna. „Þetta er góð tilfinning. Það er mjög góð tilfinning að vinna loksins opinberan leik í undankeppni FIFA.“

Bandarísku Samóa-eyjarnar eru í 204.-208. sæti á styrkleikalista FIFA af alls 208 þjóðum með núll stig. Tonga er þó í 202. sæti með þrjú stig og má búast við að lærisveinar Rongen færist eitthvað upp á við eftir sigurinn góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×