Enski boltinn

Man. City slapp með skrekkinn á Anfield

Topplið Man. City er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa lifað af heimsókn á Anfield í dag. Lokatölur 1-1 en Liverpool var ekki fjarri því að taka öll stigin.

Það var Vincent Kompany sem kom City yfir með laglegum skalla eftir hornspyrnu. Boltinn virtist reyndar einnig fara í öxlina á honum en inn fór boltinn og það var fyrir öllu.

Það var talsverður heppnisstimpill á jöfnunarmarki Liverpool. Charlie Adam átti þá skot af löngu færi sem Joleon Lescott ákvað að stýra í markið. Joe Hart var þá á leiðinni í hitt hornið. Slysalegt.

Mikið fjör var í síðari hálfleik Liverpool-mönnum óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Það var síðan vatn á myllu heimamanna þegar varamaðurinn Mario Balotelli fékk að líta rauða spjaldið.

Hann fékk þá gult spjald fyrir að fara með hendina í andlitið á Martin Skrtel. Harður dómur. Liverpool lagði svo eðllega allt kapp á að vinna leikinn á lokamínútunum.

Þegar mínúta var eftir af uppbótartíma átti Andy Carroll frábæran skalla sem Joe Hart varði glæsilega. Luis Suarez náði frákastinu en skot hans fór í stöng.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×