Enski boltinn

Collymore opinberar á Twitter að hann sé þunglyndur

Collymore í baráttunni við Gary Pallister.
Collymore í baráttunni við Gary Pallister.
Stan Collymore, fyrrum framherji Liverpool og Aston Villa, hefur viðurkennt að eiga í miklum erfiðleikum vegna þunglyndis. Collymore hefur nú tekið sér frí frá vinnu til þess að taka á vandanum.

"Ég hef margt oft lent í því að glíma við alvarlegt þunglyndi og ég held að þannig verði það líka í framtíðinni. Ég geri ekkert annað en að sofa þessa dagana og hef ekki séð dagsljósið í fjóra daga," sagði Colymore á Twitter en hann hefur notað samskiptamiðilinn til þess að tjá sig um veikindin.

Collymore segir að þunglyndið hafi ekki verið svona slæmt í sex eða sjö ár.

Framherjinn fyrrverandi segir við aðra í svipaðri stöðu að gleyma því ekki að það muni birta til um síðir og nauðsynlegt sé að leita sér aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×