Íslenski boltinn

Elfar Árni samdi við Breiðablik

Elfar Árni handsalar samninginn í dag.
Elfar Árni handsalar samninginn í dag. mynd/breiðablik
Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Pepsi-deildarlið Breiðabliks. Elfar Árni kemur til félagsins frá Völsungi og verður því áfram í grænu.

Nokkuð er síðan að Elfar tók ákvörðun um að spila í Pepsi-deildinni næsta sumar og hann æfði meðal annars með KR um tíma.

Elfar Árni er 21 árs gamall framherji sem hefur leikið allan sinn feril með Völsungi þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum síðustu ár.

Bróðir hans, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, hefur aftur á móti talsvert mikla reynslu í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×