Enski boltinn

Redknapp ætlar ekki að versla í janúar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, ætlar að hafa það náðugt í janúar og sleppa því að bæta við sig mannskap. Redknapp hefur oftar en ekki verið með duglegustu mönnum í janúarglugganum en það er af sem áður var.

"Eins og staðan er núna ´sé ég nákvæmlega enga ástæðu til þess að bæta við leikmanni. Það voru meiðslavandræði á varnarmönnunum en ekki lengur," sagði Redknapp.

"Við erum með gríðarlega sterkan hóp, einn þann besta í deildinni. Það þyrfti mjög sérstakan leikmann til þess að styrkja okkur enn frekar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×