Enski boltinn

Lescott: Úrvalsdeildin er í forgangi hjá okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lescott í leik með City.
Lescott í leik með City.
Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, segir í enskum fjölmiðlum að sigur í ensku úrvalsdeildinni sé í algjörum forgangi hjá félaginu, en ekki Meistaradeild Evrópu.

Töluverðar líkur eru á því að City sé á leiðinni úr Meistaradeild Evrópu strax í riðlakeppninni en ekki hefur gengið sem skildi fram til þessa.

Liðið er aftur á móti í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Manchester City mætir Liverpool á Anfield klukkan fjögur í dag.

„Ef við dettum út úr Meistaradeildinni, verður það mikil vonbrigði fyrir liðið, en sannleikurinn er samt sá að deildin er í forgangi hjá okkur“.

„Fyrir mig persónulega er sigur í ensku úrvalsdeildinni það stærsta sem ég get ímyndað mér. Maður hefur alltaf dreymt um að sigra deildina“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×