Enski boltinn

Man. City mun leggja fram risatilboð í van Persie

Stefán Árni Pálsson skrifar
Van Persie í leik með Arsenal í gær.
Van Persie í leik með Arsenal í gær. Mynd. / Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun leggja allt í sölurnar til að klófesta Robin van Persie, leikmann Arsenal, en Hollendingurinn hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið að undanförnu.

Eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, hefur varið gríðarlegum fjármunum í félagið og það virðist engan endi ætla taka.

Forráðamenn City sjá Persie sem arftaka Carlos Tevez og munu bjóða honum yfir 200 þúsund pund á viku í laun.

Félagið mun ekki leggja fram tilboð í van Persie í janúar en allar líkur eru á risatilboði frá Manchesterliðinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×