Enski boltinn

Ferill Gary Speed í myndum

Speed fagnað í leik með Bolton.
Speed fagnað í leik með Bolton.
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, lést í nótt og er óhætt að segja að knattspyrnuheimurinn sé í áfalli vegna þessara tíðinda. Hinn viðkunnalegi Speed sást síðast opinberlega í sjónvarpi í gær.

Lögreglu var síðan tilkynnt snemma í morgun um andlát hans en Speed tók eigið líf.

Spéed átti glæstan feril í boltanum. Hann er næstleikjahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og var fyrsti maðurinn til þess að spila yfir 500 leiki í deildinni.

Speed lék með Leeds, Everton, Newcastle, Bolton og Sheff. Utd. Hann lék þess utan 85 landsleiki fyrir velska landsliðið.

Hann byrjaði að þjálfa á síðasta ári er hann tók við Sheff. Utd. Hann sagði síðan upp þar til þess að taka við velska landsliðinu þar sem hann var að gera fína hluti.

Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá svipmyndir af viðburðaríkum ferli Speed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×