Enski boltinn

Bruce: Hef engan áhuga á því að gefast upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. Mynd. / Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur ekki gefist upp og mun halda áfram með liðin á meðan starfskrafta hans er óskað.

Sunderland hefur verið á hraðri niðurleið í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og tapaði illa fyrir Wigan í gær en sigurmarkið kom rétt áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka.

Stuðningsmenn Sunderland hrópuðu ókvæðisorðum að Bruce í gær eftir leikinn en meðal annars heyrðist „komdu þér frá klúbbnum okkar“.

„Framtíð mín hjá klúbbnum er í höndum eiganda félagsins. Ég hef aldrei á ævi minn gefist upp á neinu verkefni“.

„Ég hef engan áhuga á því að ganga frá ókláruðu verkefni, núna er ég staðráðinn í að snúa gengi liðsins við“.

„Ég skil vel að stuðningsmenn liðsins séu orðnir pirraðir, en við verðum bara að svara kallinu og standa okkur betur á vellinum“.

Sunderland er í 16. sæti deildarinnar með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×