Enski boltinn

Ferguson gæti boðið 16 milljónir punda í Tiote í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cheick Tiote í leik með Newcastle
Cheick Tiote í leik með Newcastle Mynd. / Getty Images
Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hyggst bjóða í miðjumann Newcastle Cheick Tiote í janúar, en talið er að United sé reiðubúið að greiða 16 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fyrir stuttu gaf skoski stjórinn út að hann ætlaði sér ekki að kaupa leikmann í janúar en eftir að í ljós kom að meiðsli brasilíska miðjumannsins Anderson séu alvarlegri en fyrst var áætlað mun Ferguson reyna að fá Tiote lið liðsins.

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur misst marga leikmenn að undanförnu frá félaginu en þar má nefna Andy Carroll, Joey Barton, Kevin Nolan og Jose Enrique, en samt sem áður hefur honum tekist að halda liðinu ofarlega í deildinni. Hann hefur aftur á móti gefið það út að liðið megi alls ekki við því að missa fleiri leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×