Enski boltinn

Mancini: Balotelli hefði ekki átt að fá rauða spjaldið

Mancini segir Balotelli að fara í sturtu.
Mancini segir Balotelli að fara í sturtu.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, sagði að sitt lið hefði sýnt karakter með því að standast pressuna sem Liverpool setti á það undir lok leiks liðanna í dag.

"Þetta var erfiður leikur og varð enn erfiðari þegar við missum mann af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Við sýndum sterkan karakter og reyndum að vinna leikinn. Það er ekki fyrr en í lokin sem Liverpool nær að skapa almennileg færi," sagði Mancini en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem Balotelli fékk?

"Mér fannst seinna gula spjaldið ekki vera spjald. Ég er búinn að horfa á þetta aftur og mér sýndist dómarinn ekki ætla að gefa spjaldið fyrr en leikmenn Liverpool fóru að skipta sér af. Það er ekkert við þessu að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×