Enski boltinn

Earnshaw um Speed: Hefði orðið einn besti stjóri í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Speed.
Gary Speed. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robert Earnshaw, framherji velska landsliðsins, segir að Gary Speed hafi haft allt til að verða einn besti knattspyrnustjóri í heimi en Speed tók sitt eigið lífið í gærmorgun aðeins 42 ára gamall.

Earnshaw spilaði bæði með og fyrir Gary Speed með landsliði Wales en Speed var búinn að gera frábæra hluti með landsliðið að undanförnu.

„Hann var á leiðinni að verða einn besti stjóri í heimi," sagði Robert Earnshaw. Speed tók við velska landsliðinu í desember 2010. Liðið tapaði fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum en hafði síðan unnið fjóra af síðustu fimm leikjunum þar á meðal stórsigur á Noregi í síðasta leiknum undir hans stjórn.

„Að mínu mati var hann langt á undan svo mörgum hvað varðar metnað. Hann ætlaði sér að komast lengra en allir aðrir. Hann hreif okkur með sér og velska landsliðið var á hraðri uppleið," sagði Earnshaw.

„Hann fékk okkur til þess að trúa því að við værum á leiðinni inn á næsta heimsmeistaramót. Það verður erfitt að halda áfram án hans," sagði Earnshaw.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×