Enski boltinn

Balotelli þarf sjálfur að borga fyrir hurðina sem hann sparkaði niður á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli var allt annað en ánægður eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með skömmu millibili í 1-1 jafntefli Liverpol og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Balotelli kom inn á sem varamaður á 65. mínútu, fékk sitt fyrra gula spjald á 76. mínútu og það síðara á 82. mínútu.

Balotelli fór hamförum inn í búningsklefanum og sparkaði meðal annars niður hurð. „Hann var afar svekktur með þetta rauða spjald og varð alveg brjálaður. Ef hann hefur eyðilagt hurðina þá þarf hann sjálfur að borga fyrir hans alveg eins og þetta væri hurðin heima hjá honum," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City, við The Guardian.

Mancini kom þó leikmanni sínum til varnar og sagði að þetta hafi ekki verið gult spjald en leikmenn Liverpool hafi séð til þess að viðbrögðum sínum að Balotelli var rekinn útaf.

Balotelli fékk fyrra gula spjaldið fyrir brot á Glen Johnson og það seinna fyrir að fara með olnbogann á undan sér inn í Martin Skrtel. Það má sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×