Enski boltinn

Drogba búinn að hafna nýjum eins árs samningi við Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierno Seydi, umboðsmaður Didier Drogba, segir að leikmaðurinn sé búinn að hafna nýjum eins árs framlengingu á samning sínum við Chelsea en Drogba vildi heldur ekki fara á láni til ítalska liðsins AC Milan.

„Drogba ætlar að fara þangað þar sem hann fær mestu peningana. Það gæti verið í Bandaríkjunum, Rússlandi, Katar eða einhversstaðar í Asíu. Þegar þú ert kominn svona langt inn á fertugsaldurinn þá ferð þú til liðs sem tryggir það að þú getir borgað reikninga þína," sagði Thierno Seydi við BBC.

Didier Drogba hefur ekki verið mest fast sæti í Chelsea-liðinu lengstum á þessu tímabili. Hann er þó búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum og skoraði í Meistaradeildarleiknum á móti Bayer Leverkusen í síðustu viku.

Drogba hefur leikið með Chelsea frá árinu 2004 og vantar bara fjögur mörk upp á það að skora sitt hundraðasta mark fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur reyndar aðeins skorað 1 mark í 9 leikjum í deildinni á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×