Fótbolti

Beckham og Henry í liði ársins í MLS-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Beckham var í gær valinn í lið ársins í bandarísku MLS-deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, komst einnig í úrvalsliðið.

Beckham er á nú á sínu fimmta ári í Bandaríkjunum en Galaxy hefur átt góðu gengi að fagna á tímabilinu og er nú komið í úrslitaleik deildarinnar, þar sem liðið mætir Houston Dynamo þann 20. nóvember.

Thierry Henry skoraði fjórtán mörk með New York Red Bulls á tímabilinu sem var hans fyrsta í Bandaríkjunum. Landon Donovan, liðsfélagi Beckham, skoraði tólf mörk á tímabilinu og er einnig í liðinu.

Galaxy náði bestum árangri allra liða í deildinni en New York komst sem síðasta lið í úrslitakeppnina. Þessi lið mættust svo í fjórðungsúrslitum og vann þá Galaxy 3-1 samanlagðan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×