Fótbolti

Norðmenn hafa aldrei tapað stærra undir stjórn Drillo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Egil "Drillo" Olsen.
Egil "Drillo" Olsen. Mynd/Anton
Norðmenn steinlágu 1-4 á móti Wales í vináttulandsleik á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í dag en þetta er stærsta tap norska landsliðsins undir stjórn Egil "Drillo" Olsen.

Norðmenn hafa bara tvisvar fengið svona skell frá árinu 1989 og í hvorugum leiknum var Drillo þjálfari. Noregur tapaði 2-4 á móti Grikklandi 1989 og 0-5 á móti Bandaríkjunum 2006. Blaðamaður Verdens Gang spurði Drillo eftir leikinn hvort hann mundi eftir stærra tapi undir sinni stjórn.

„Það er auðvelt að rifja það upp því liðið hefur aldrei tapað svona stórt undir minni stjórn. Úrslitin líta illa út en frammistaðan var betri en tölurnar gefa til kynna," sagði Egil "Drillo" Olsen við VG.

Drillo stillti upp í leikkerfinu 4-4-2 og liðið var sókndjarfara en oft áður. Drillo er ekki tilbúinn að afskrifa 4-4-2 leikkerfið þrátt fyrir slæman skell.

„Nei, þetta verður ekki í síðasa sinn sem við sjáum norska landsliðið spila 4-4-2 eða 4-4-1-1," sagði Drillo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×