Enski boltinn

Bannan kærður fyrir ölvunarakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry Bannan, leikmaður Aston Villa.
Barry Bannan, leikmaður Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Barry Bannan, leikmaður Aston Villa og skoska landsliðsins, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur. Hann olli slysi á hraðbraut í Englandi í síðasta mánuði en yfirgaf slysstað án þess að gefa sig fram.

Bannan er 21 árs gamall miðjumaður og þarf hann að koma fyrir dómara síðar í mánuðinum.

James Collins, leikmaður Shrewsbury og fyrrum leikmaður Aston Villa, var einnig handtekinn af sömu ástæðum en verður ekki kærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×