Fótbolti

Blatter biðst afsökunar en neitar að segja af sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blatter birti þessa mynd af sér með Suður-Afríkumanninum Tokyo Sexwale þegar hann reyndi að draga úr orðum sínum í yfirlýsingu á heimasíðu FIFA.
Blatter birti þessa mynd af sér með Suður-Afríkumanninum Tokyo Sexwale þegar hann reyndi að draga úr orðum sínum í yfirlýsingu á heimasíðu FIFA. Nordic Photos / Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIFA, er miður sín vegna þeirra ummæla sem hann lét falla um kynþáttafordóma og hefur beðist afsökunar á þeim. En hann ætlar

ekki að segja af sér embætti.

Blatter sagði við CNN í vikunni að kynþáttafordómar væru ekki vandamál í knattspyrnunni. Ef eitthvað óviðeigandi væri látið falla í hita leiksins væri hægt að leysa málin með handsali í lok leiks.

Ummælunum var mætt af gríðarlegri reiði víða um heim, þá sérstaklega í Bretlandi þar sem mörg mál tengd kynþáttaníði í knattspyrnuheiminum hafa komið upp síðustu vikur og mánuði.

Blatter ræddi við enska fjömliðla í morgun, bæði BBC og Sky Sports, þar sem hann baðst formlega afsökunar á ummælunum. Hann sagði einnig að sér hafi sárnað við þeim viðbrögðum sem hann hafi fengið vegna þeirra en að hann myndi engu að síður sitja áfram sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins.


Tengdar fréttir

Blatter í Twitter-stríði við Rio Ferdinand

Sepp Blatter virðist algerlega vera búinn að tapa glórunni. Blatter, sem er forseti FIFA, hefur staðið í ströngu í morgun vegna ummæla sinna í viðtali við CNN og ákvað í dag að svara ummælum Rio Ferdinand á Twitter.

Ummæli Blatter um kynþáttaníð vekja mikla reiði

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×