Fótbolti

Rándýrt tónlistarmyndband um Tokyo Sexwale

Suður-Afríkumaðurinn Tokyo Sexwale varð óvænt heimsfrægur í dag sem besti, svarti vinur Sepp Blatter, forseta FIFA.

Blatter notaði mynd af sér og Sexwale til þess að sýna fram á að blökkumenn væru líka vinir hans og að hann tæki málefni tengd kynþáttaníði alvarlega.

Nafn Suður-Afríkumannsins hefur þess utan verið skotspónn gárunga á netinu í allan dag enda þýðist nafn hans nánast sem Kynlífshvalur. Hann heitir þess utan sama nafni og höfuðborg Japan.

Einhverjir gerðu sér lítið fyrir í dag og skelltu í lag um Sexwale og gerðu einnig myndband með laginu. Myndbandið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Blatter í Twitter-stríði við Rio Ferdinand

Sepp Blatter virðist algerlega vera búinn að tapa glórunni. Blatter, sem er forseti FIFA, hefur staðið í ströngu í morgun vegna ummæla sinna í viðtali við CNN og ákvað í dag að svara ummælum Rio Ferdinand á Twitter.

Ummæli Blatter um kynþáttaníð vekja mikla reiði

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×