Enski boltinn

Torres: Stuðningsmenn Liverpool vita ekki alla söguna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres hefur gefið í skyn að það sé ýmislegt ósagt um félagaskipti hans frá Liverpool til Chelsea í upphafi ársins.

Stuðningsmenn Liverpool tóku sumir tíðindunum illa og margir ákváðu að brenna treyjur með nafni Torres fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.

„Stuðningsmenn Liverpool trúa þeirri sögu sem félagið hefur gefið út um félagaskiptin en þeir vita ekki alla söguna,“ sagði Torres í samtali við spænska dagblaðið Marca.

„En ég er þó ekki bitur út í þá. Þeir munu alltaf vera sérstakir í mínum huga. En ég á líka mikið Rafa Benitez að þakka - það skildi mig enginn jafn vel og hann. Hann er frábær þjálfari.“

Torres verður væntanlega í eldlínunni á sunnudag þegar að hans menn taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×