Innlent

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga.
Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga. Mynd/ óskar pétur friðriksson
Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar fram til miðvikudagsins 23. nóvember næstkomandi. Ástæðan er ónógt dýpi í Landeyjahöfn og óhagstæð ölduspá næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá rekstrarstjóra Herjólfs.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 8:00 og 15:30.

Brottför frá Þorlákshöfn kl 11:45 og 19:15.

Tekið er fram að aðstæður geti breyst hratt og við þeim verði brugðist og tilkynningar sendar út ef breytingar verða. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebooksíðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×